á endalausu ferðalagi...
miðvikudagur, mars 07, 2007
Jæja er ekki nóg að blogga einu sinni í viku???
Það er ágætt að nota frímínúturnar til að setja inn nokkrar línur.
Í síðustu viku varð Viktor veikur þannig að það varð ekkert úr því að ég færi í sögu á föstudaginn. Vildi frekar vera heima hjá litlu músinni. Viktor var nú svo heppinn að hafa báða forelrana sína heima með sér á meðan hann var veikur.
Svo kom vorið á sunnudaginn. Jamms með sól og 10°. Við Gústi drifum okkur í að taka til á meðan Viktor svæfi. Ég tók gluggana að innan og þurrkaði af á meðan Gústi tók gluggana að utan og ryksugaði bílinn og tók rúðurnar.
Viktor greyið langaði svo mikið út að við ákváðum að fara bara i smá bíltúr með hann, bíllinn var hvort sem er heitur út af allri sólinni sem skein á okkur. Við fórum og keyrðum um norður Fyn. Rosalega gaman. Mér finnst nú alltaf gaman að fara í bíltúra svo það er kannski ekki að marka.
Svo hofst þessi skólavika með sínum heimalærdómi og fyrirlestrum.

Ég þurfti nú að vísu að finna mér tannlækni í gær. Úff ég fékk nefnilega tannpínu á mánudagskvöld og svaf voðalega lítið út af þessari tönn sem var að stríða mér.
Ég var oðrin svo stressuð að fara til tannlæknisins að ég fann ekki lengur fyrir tönninni og hafi enga matarlist. En hún tannlæknir hafði stórann skilning á því að ég væri frekar mikið smeyk við hana og hennar starfsfélaga að það lá við að hún benti mér á sleikjóskúffuna og saði að ég mætti fá einn því að ég væri búin að vera svo dugleg. Núna vill hún ekki sleppa mér því að það eru nokkrar holur enn í muninum mínum sem hún vill laga og fá mig í mjög regluglegt eftirlit svo að það þurfi ekki að gera neinar stórar aðgerðir. Það er nú bara jákvætt!!

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.